Brasilíumaðurinn Raphinha gat ekki byrjað gegn Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni á dögunum sökum meiðsla.
Mundo Deportivo segir frá því að Raphinha hafi ekki verið í standi til að spila 90 mínútur í þeim leik.
Í vikunni fyrir þann leik spilaði Barcelona gegn Manchester United fyrri leik sinn við Manchester United í Evrópudeildinni. Raphinha byrjaði þar en var tekinn af velli á 82. mínútu. Hann var virkilega ósáttur við það, í raun brjálaður.
Hann sparkaði í ísskáp sem var á varamannabekknum og kýldi síðan sæti sitt. Eftir að hafa sparkað í ísskápinn þá var honum illt í hnénu og þess vegna gat hann ekki byrjað gegn Cadiz.
Raphinha baðst síðar afsökunar á hegðun sinni og sneri aftur í byrjunarliðið fyrir seinni leikinn gegn Man Utd, leik sem Barcelona tapaði 2-1.
Athugasemdir