Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Rashford dásamar Casemiro - „Finnur fyrir öryggi"
Marcus Rashford, stjörnuleikmaður Manchester United, var eðlilega hress eftir að hafa unnið enska deildabikarinn með liðinu á Wembley í gær en hann hrósaði einnig brasilíska miðjumanninum Casemiro í viðtali við Sky Sports.

Rashford skoraði annað mark leiksins er skot hans fór af Sven Botman, yfir Loris Karius og í netið.

Englendingurinn hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu og er allt annað að sjá hann eftir annars hræðilegt síðasta tímabil.

„Þetta er blanda af öllum tilfinningunum. Þetta er risastórt fyrir okkur að vera hluti af svona leikjum. Við sem félag höfum saknað þess,“ sagði Rashford.

„Það að við komumst alla þessa leið og unnum þetta er bara geggjað. Vonandi hvetur þetta okkur til að halda þessu gangandi.“

„Hungrið er til staðar til að bæta við fleiri úrslitaleikjum. Ég hef verið í úrslitaleikjum þar sem við höfum unnið og tapað og það er bara risastórt fyrir okkur sem félag og sem einstaklinga og nú er þetta hluti af sögu félagsins. Við viljum halda áfram að bæta við það.“


Casemiro var valinn maður leiksins en sá hefur gjörbreytt leik liðsins síðan hann kom frá Real Madrid.

„Það skiptir sköpum að hafa hann. Það er stórt fyrir okkur að hafa leiðtogahæfileika og reynslu hans í stóru leikjunum. Þegar þú ert á vellinum þá finnur þú fyrir öryggi fyrir aftan og það er mikilvægt fyrir okkur og ég er svo ánægður fyrir hans hönd í dag. Þetta er hans fyrsti bikar með félaginu,“ sagði Rashford enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner