Marcus Rashford, framherji Manchester United, skoraði í öllum umferðum deildabikarsins á þessu tímabili en hann fékk annað mark liðsins í úrslitaleiknum skráð á sig.
Enski framherjinn skoraði annað mark United undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Wout Weghorst.
Boltinn fór af Sven Botman, yfir Loris Karius og í markið. Hann var fyrst skráður fyrir markinu en það var síðan tekið af honum og skráð sem sjálfsmark á Botman.
Seint í gær var tekin ákvörðun um að skrá markið aftur á Rashford og skoraði hann því í öllum umferðum bikarsins.
Rashford skoraði eitt í sigri á Aston Villa í þriðju umferð og síðan annað mark gegn Burnley í fjórðu umferðinni. Í 8-liða úrslitum gerði hann tvö mörk í 3-0 sigri á Charlton og gerði þá eitt mark í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Nottingham Forest.
Hann er því kominn með 25 mörk og 9 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu til þessa, hans langbesta tímabil fyrir United.
The second goal has been awarded to Marcus Rashford! ?? pic.twitter.com/qXG6ytxFML
— United Zone (@ManUnitedZone_) February 26, 2023
Athugasemdir