Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 27. febrúar 2023 08:55
Elvar Geir Magnússon
Salah gæti viljað fara - Leao orðaður við Liverpool
Powerade
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Rafael Leao er orðaður við Liverpool.
Rafael Leao er orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Avram Glazer.
Avram Glazer.
Mynd: Getty Images
Þá er aftur kominn mánudagur. Salah, Leao, Xhaka, Milinkovic-Savic, Tierney, Raya og fleiri í slúðurpakkanum í boði Powerade.

Egypski sóknarleikmaðurinn Mohamed Salah (30) væri tilbúinn að yfirgefa Liverpool í sumar ef liðinu mistekst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. (Fijaches)

Paris St-Germain fær samkeppni frá Liverpool um portúgalska framherjann Rafael Leao (23) hjá AC Milan. Liverpool er tilbúið að bjóða Luis Díaz (26) sem hluta af tilboði í Leao. (Calciomercato)

Arsenal, Chelsea og Manchester United fylgjast grannt með Lautaro Martínez (25), sóknarmanni Inter. (Teamtalk)

Arsenal er í viðræðum við svissneska miðjumanninn Granit Xhaka (30) um tveggja ára framlengingu á samningi. (CaughtOffside)

Manchester United skoðar mögulegt tilboð í miðjumanninn Gabri Veiga (20) hjá Celta Vigo. Hann myndi kosta um 26 milljónir punda. (AS)

Barcelona ætlar að leggja höfuðáherslu á að fá Ilkay Gundogan (32) í sumar en samningur hans við Manchester City er að renna út. (Football Insider)

Arsenal, Newcastle og West Ham hafa öll gert tilboð upp á um 35 milljónir punda í serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (27) hjá Lazio. (Calciomercato)

Newcastle er að undirbúa sumartilboð í skoska varnarmanninn Kieran Tierney (25) hjá Arsenal. (Mirror)

David Raya (27), spænski markvörðurinn hjá Brentford, segist hafa metnað fyrir því að berjast um titla. Nokkur önnur félög í úrvalsdeildinni hafa áhuga á Raya, þar á meðal Tottenham. (Athletic)

Paris St-Germain er tilbúið að láta einhverjar af stjörnum félagsins frá sér í sumar þar sem stefnan er sett á að minnka launakostnað um 30%. (Times)

Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani og Sir Jim Ratcliffe þurfa að hækka tilboð sín til að ná að sannfæra Glazer bræður um að selja Manchester United. (Telegraph)

Ratcliffe missti af tækifæri til að hitta Avram Glazer þar sem hann ákvað að horfa á félag sitt Nice mæta Mónakó í stað þess að mæta á Carabao deildabikarúrslitaleikinn. (Mirror)

Angelo Ogbonna (34), varnarmaður West Ham, hefur staðfest að hann vilji vera áfram hjá Hömrunum lengur en samningur hans nær til. (Evening Standard)

Inter Miami, bandaríska félagið sem David Beckham á og Phil Neville er stjóri hjá, vill fá Angel di María (35) á frjálsri sölu frá Juventus í sumar. (Metro)

Nottingham Forest er að skoða írska varnarmanninn Andrew Omobamidele (20) hjá Norwich. (Sun)

Everton og Bournemouth hafa áhuga á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeresare (24) hjá Convetry City. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner