Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Biraghi skoraði úr aukaspyrnu fyrir aftan miðju

Fiorentina vann þægilegan sigur á fallbaráttuliði Verona er liðin mættust í ítölsku deildinni fyrr í kvöld.


Fiorentina var tveimur mörkum yfir á lokakaflanum þegar vinstri bakvörðurinn Cristiano Biraghi stillti sér upp til að taka aukaspyrnu innan miðjubogans á eigin vallarhelmingi.

Samherji Biraghi lá í jörðinni og voru margir leikmenn stopp útaf því. Biraghi leit upp eftir að hafa stillt boltanum á jörðina og tók eftir að Lorenzo Montipo' var kominn langt út úr markinu.

Biraghi ákvað að nýta sér tækifærið og lét vaða. Skotið flaug yfir Montipo og í netið við litla hrifningu leikmanna Verona sem mótmæltu ákaft. 

Þetta mark kom öllum í opna skjöldu, einnig myndatökumönnum og lýsendum sem áttuðu sig ekki á því sem gerðist fyrr en leikmenn Fiorentina voru fagnandi við endalínuna.

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner