Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Skil ekki af hverju hann hefur ekki spilað fyrir stórlið
Roberto de Zerbi, stjóri Brighton, notaði tækifærið á fréttamannafundi í dag til að hrósa miðverðinum hávaxna Lewis Dunk.

„Ég skil ekki af hverju Lewis hefur aldrei spilað fyrir 'stórlið' í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti miðvörður deildarinnar. Ég veit hvað hann getur, hann er stórkostlegur varnarmaður," segir De Zerbi.

Dunk er 31 árs og hefur allan feril sinn spilað fyrir Brighton en hann er fæddur í borginni.

Brighton er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinanr en á morgun mætir liðið Stoke í 16-liða úrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner