Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var léttur á fréttamannafundinum eftir að hafa unnið sinn fyrsta titil með félaginu.
United fór með sigur af hólmi gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær, 2-0.
United fór með sigur af hólmi gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær, 2-0.
Ten Hag tók við Man Utd síðasta sumar en hefur gert virkilega flotta hluti til þessa.
Hollendingurinn mætti með bikarinn á fréttamannafund eftir leikinn og gleymdi honum næstum því þegar fundurinn var búinn. Hann grínaðist svo við fréttamenn.
„Ég get skilið hann eftir því núna förum við að hugsa um næsta bikar. Við erum búnir að vinna þennan," sagði Ten Hag léttur en hann er greinilega farinn að hugsa um næsta bikar.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu.
Erik ten Hag forgets to take League Cup trophy with him after wrapping up press conference. "I can leave it because ... this one is in." Already looking ahead to the next one. Perfect mindset for club like Utd.pic.twitter.com/bd2ki1B3ee
— Men in Blazers (@MenInBlazers) February 26, 2023
Athugasemdir