Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag gleymdi næstum bikarnum - Farinn að hugsa um þann næsta
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var léttur á fréttamannafundinum eftir að hafa unnið sinn fyrsta titil með félaginu.

United fór með sigur af hólmi gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær, 2-0.

Ten Hag tók við Man Utd síðasta sumar en hefur gert virkilega flotta hluti til þessa.

Hollendingurinn mætti með bikarinn á fréttamannafund eftir leikinn og gleymdi honum næstum því þegar fundurinn var búinn. Hann grínaðist svo við fréttamenn.

„Ég get skilið hann eftir því núna förum við að hugsa um næsta bikar. Við erum búnir að vinna þennan," sagði Ten Hag léttur en hann er greinilega farinn að hugsa um næsta bikar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu.


Athugasemdir