Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 27. febrúar 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru gríðarlega stórir mánuðir framundan hjá Liverpool"
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bellingham mun eflaust yfirgefa Borussia Dortmund í sumar.
Bellingham mun eflaust yfirgefa Borussia Dortmund í sumar.
Mynd: Getty Images
Liverpool ætlar sér að setja ansi mörg egg í körfuna hjá Jude Bellingham í sumar. Jafnvel munu þau öll fara í þá körfu.

Liverpool hefur ekki átt gott tímabil og er liðið að berjast um það að komast í Meistaradeildina. Staðan er þannig núna að Liverpool er í sjöunda sæti, níu stigum frá fjórða sæti - en þó með tvo leiki til góða á Tottenham sem er í því sæti.

Menn spyrja sig núna að því hvort Bellingham verði tilbúinn að koma ef Liverpool spilar ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sagan segir að baráttan sé á milli Liverpool, Manchester City, Manchester United og Real Madrid. Samkvæmt veðbönkum er Liverpool líklegasti áfangastaður leikmannsins.

Það er mikilvægt sumar framundan hjá Liverpool, en félagið þarf að hrista aðeins upp í leikmannahópnum og styrkja hann. Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, var gestur í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í síðustu viku og ræddi þar um að eigendurnir verði að opna veskið í sumar.

„Klopp fær ekki stuðning frá eigendum liðsins. FSG (eigendurnir) er komið í snöruna hjá stuðningsmönnum Liverpool... það er síðasti séns fyrir FSG að bjarga sér í sumar, að Klopp og félagið fái peninga til að kaupa leikmenn," sagði Magnús Haukur.

„Ef það á að setja öll eggin í körfuna fyrir Jude Bellingham og hann kemur ekki, ætla þeir þá ekki að gera neitt? Eins og gerðist með Tchouameni síðasta sumar. Það eru gríðarlega stórir mánuðir framundan hjá Liverpool."

Bellingham er 19 ára gamall miðjumaður. Hann hefur leikið með Borussia Dortmund frá 2020 en hann er uppalinn hjá Birmingham. Hann á að baki 22 leiki fyrir enska A-landsliðið. Mjög miklar líkur eru á því að hann yfirgefi Dortmund í sumar.

„Bellingham virðist hafa ofboðslega gott fólk í kringum sig. Ég vill að hann fari í Liverpool en hann verður líka að hugsa um hvað er gott fyrir sinn feril... hann virðist vera með hausinn mjög vel skrúfaðann á. Hann er 19 ára og þetta var einn besti leikmaður HM, hann er einn besti leikmaður Bundesligunnar og er búinn að vera einn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Hann tekur vonandi rétta ákvörðun, sama hver hún er."

„Ef Liverpool fær hann ekki, þá verður mjög fróðlegt að sjá hvað gerist. Það virðist vera að Bellingham sé þeirra leikmaður og verði þeirra leikmaður. Það er talað um það. Félagið og Klopp hafa ekki verið að nota plan B. Ef Klopp fær ekki það sem hann vill, þá hefur hann verið að nota bara þá leikmenn sem hann hefur. Maður hræðist það, en eftir þetta tímabil sjáum við mögulega breytingu á því - að menn kyngi stoltinu og það verði breytingar."

Skiptir það öllu máli að enda í Meistaradeildarsæti?
Atli Már Steinarsson, stuðningsmaður Liverpool, var einnig á línunni í þætti í síðustu viku þar sem hann var spurður út í Bellingham sérstaklega.

„Það virðist skipta la-la máli að enda í Meistaradeildarsæti eða ekki. Arsenal var ekki í Meistaradeildarsæti lengi og United ekki lengi vel. Ef Klopp og Bellingham selja hugmyndina um endurbyggingu þar sem hann fær áttuna hans Gerrard og hvað eina... Það auðveldar málið að ná Meistaradeildarsætið en ég held að Klopp og allt þetta dæmi heilli. Ég held að Bellingham sé líka þannig leikmaður að hann horfi á fleiri hluti en bara peninga og hvað sé í gangi akkúrat núna," sagði Atli og bætti við:

„Auðvitað er hann samt ekki að fara til félags þar sem allt lítur út fyrir að vera í tómu bulli."

Hægt er að hlusta á báða þætti í spilaranum hér fyrir neðan. Nýr þáttur af Enski boltinn verður birtur í kvöld.
Enski boltinn - Liverpool niðurlægt og Katar eða Ratcliffe?
Enski boltinn - Allt blómstrar á Old Trafford og þarfagreining á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner