Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. febrúar 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vinicius yngstur til að skora á öllum stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Brasilíski kantmaðurinn Vinicius Junior er gríðarlega öflugur fótboltamaður og skoraði hann tvisvar í 2-5 sigri Real Madrid á útivelli gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku.


Vinicius varð um leið yngsti leikmaður Meistaradeildarsögunnar til að skora á hverju stigi keppninnar, þar sem hann vantaði einungis mark í 16-liða úrslitunum.

Vinicius er ekki sá yngsti til að hafa skorað í hverjum flokki fyrir sig, heldur sá yngsti til að hafa skorað í öllum flokkunum.

Í nóvember 2019 skoraði hann í riðlakeppninni gegn Club Brugge þegar hann var nýlega orðinn 19 ára gamall.

Í apríl 2021 skoraði hann svo í 8-liða úrslitunum gegn Liverpool og í apríl 2002 skoraði hann í undanúrslitaleik gegn Manchester City - áður en hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Liverpool í maí 2022.

Vinicius er fæddur um aldamótin og því getur Erling Braut Haaland ekki bætt þetta met hans. Pedri og Gavi, miðjumenn Barcelona, geta hins vegar bætt það - alveg eins og önnur ungstirni á borð við Jamal Musiala, Ansu Fati, Jude Bellingham eða Karim Adeyemi.

Vinicius var 22 ára og 7 mánaða gamall þegar hann skoraði í 16-liða úrslitunum gegn Liverpool og því hafa leikmenn fæddir 2001 eða síðar ennþá tíma til að bæta metið.

Til gamans má geta að með þessu marki gegn Liverpool bætir Vinicius markamet liðsfélaga sins Marco Asensio, sem afrekaði það að skora á öllum stigum Meistaradeildarinnar þegar hann var 23 ára og 3 vikna gamall.

Fyrstu mörk VInicius á hverju stigi:
Riðakeppni: Club Brugge, nóvember 2019
16-liða úrslit: Liverpool, febrúar 2023
8-liða úrslit: Liverpool, apríl 2021
Undanúrslit: Man City, apríl 2022
Úrslit: Liverpool, maí 2022


Athugasemdir
banner
banner
banner