Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   þri 27. mars 2018 09:30
Hafliði Breiðfjörð
New York
Ari: Fékk eina góða Bratwurst þegar Birkir var að ibba sig
Icelandair
Ari í leiknum um helgina.
Ari í leiknum um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gáfum ekki mörg færi á okkur á móti Mexíkó, sérstaklega vorum við solid í fyrri hálfleik," sagði Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður Íslands á æfingu liðsins í New Jersey í gær en liðið tapaði 3-0 gegn Mexíkó um helgina.

„Við vorum taktískt mjög góðir og leiðinlegt að hafa ekki skorað fyrst því þá hefði þetta orðið allt annar leikur. Yfir heildina sköpuðu þeir ekki mörg færi," bætti hann við en spilað var á geggjuðu grasi á Levi's vellinum fyrir framan 68 þúsund manns.

„Það var mjög gaman, það eina leiðinlega var að maður gat ekki farið neitt sóknarlega. Þeir stóðu svo hátt uppi kantmennirnir þeirra að maður vildi ekki fara of hátt," sagði Ari.

„Ég held að þetta verði mjög svipað á móti Perú, þetta er mjög gott sóknarlið og með kvika leikmenn en samt taktíkst mjög góðir. Við sáum þá smá í gær á upptöku og þeir litu mjög vel út."

„Þetta verður krefjandi leikur en mjög skemmtilegur. Það er mjög kalt hérna, ég bjóst ekki við þessu en þetta verður skemmtilegt, fullur völlur og þessir stuðningsmenn eru víst mjög heitir svo það verður mjög gaman."


Að lokum rifjaði Ari upp atvik í leiknum gegn Mexíkó um helgina þegar Birki Bjarnasyni lenti saman við einn leikmann þeirra.

„Ég fékk eina góða bratwurst rétt hjá mér þegar Birkir var að ibba sig. Það fór mjög nálægt mér," sagði hann.

Viðtalið við Ara má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner