Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. mars 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Morgunblaðið 
Aron Einar sá elsti til að skora þrennu fyrir landsliðið
Icelandair
Aron Einar skoraði þrennu gegn Liechtenstein og er sá elsti til að gera þrennu fyrir A-landslið karla
Aron Einar skoraði þrennu gegn Liechtenstein og er sá elsti til að gera þrennu fyrir A-landslið karla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er elsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir landsliðið en hann afrekaði það í 7-0 sigrinum á Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins í Vaduz í gær. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Akureyringurinn, sem spilaði stöðu miðvarðar í leiknum, skoraði þrennuna í síðari hálfleik.

Hann gerði fyrsta markið með skalla á 48. mínútu eftir hornspyrnu Jóns Dags Þorsteinssonar og var síðan sama uppskrift að öðru markinu sem kom á 67. mínútu.

Þriðja markið gerði hann úr vítaspyrnu sex mínútum síðar og gerði þar fyrstu þrennuna á atvinnumannaferli sínum.

Víðir Sigurðsson hjá Morgunblaðinu fór yfir bækurnar og staðfesti þar að Aron væri elsti landsliðsmaðurinn til að skora þrennu.

Aron er 33 ára og 11 mánaða gamall og er því sá fyrsti sem skorar þrennu eftir þrítugt. Arnór Guðjohnsen átti metið en hann var 29 ára og 11 mánaða gamall þegar hann gerði það í 5-1 sigri Íslands á Tyrklandi árið 1991.

Alls hafa ellefu Íslendingar skorað þrennu eða fleiri mörk í leik fyrir A-landslið karla en það eru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Ríkharður Jónsson, Teitur Þórðarson, Ragnar Margeirsson, Þorvaldur Örlygsson, Bjarki Gunnlaugsson, Helgi Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson og Albert Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner