Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sumarglugganum skipt í tvennt
Manchester City mun taka þátt í HM félagsliða.
Manchester City mun taka þátt í HM félagsliða.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að það verði tveir sumargluggar fyrir félagaskipti þetta árið. Þetta gefur Manchester City og Chelsea möguleika á að fá inn leikmenn fyrir HM félagsliða.

Glugginn verður opinn 1. - 10. júní og svo lokaður í fimm daga þar til hann opnar aftur 16. - 1. september.

HM félagsliða hefur verið stækkað og sett í svipað fyrirkomulag og þekkist í HM landsliða. Keppnin verður í Bandaríkjunum og hefst 15. júní.

Til að gera vægi HM félagsliða meira hefur FIFA sett gríðarlega fjárhæðir í verðlaunafé. 775 milljónum punda verður skipt milli þátttökuliðanna 32 og getur sigurliðið fengið hátt í 100 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner