Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. apríl 2021 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magdalena kenndi Áslaugu að skjóta „snúningsboltum" - Reynt að herma eftir Messi
Það var mjög gaman og hvetjandi að lesa þetta
Það var mjög gaman og hvetjandi að lesa þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magdalena Anna Reimus
Magdalena Anna Reimus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Ben
Gummi Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er með mjög öflugan vinstri fót og kom hún snemma fram á sjónarsviðið, fimmtán ára hjá Völsungi árið 2016. Hún lék hlutverk með Breiðabliki árið 2018 og stórt hlutverk árið 2019. Í fyrra var hún mikið frá en er aftur orðin heil heilsu.

Fréttaritari spurði Áslaugu út í vinstri löppina, þá hægri og fleira.

Sjá einnig:
Vandræði með púls og eftirköst Covid í fyrra - „Sigga Beinteins er átrúnaðargoðið mitt"
„Hallbera hefur alltaf verið mikil fyrirmynd"

Þú klesstir boltann upp í skeytin fjær gegn Þór/KA í fyrra, hægri fóturinn er þá ekki bara til að stíga í?

„Yfirleitt er hægri fóturinn bara fyrir en ég er að vinna í því að gera hann nothæfan fyrir eitthvað annað en stuðningur fyrir þann vinstri."

Staða á vellinum, ertu föst á því að vilja gera vinstri bakvörðinn að þinni stöðu eða ertu opin fyrir því að spila aftur á miðju og kanti eins og á Húsavík?

„Svo lengi sem ég fæ að spila er ég ánægð. Ég hef spilað allar leikstöður á vellinum nema miðvörð og hægri bakvörð og hef reynt að leysa þær eins vel og ég get."

„Mér finnst gaman að spila í bakverði en ég er sóknarmaður að upplagi og hef mjög gaman að því að spila ofar á vellinum og reyna að skapa mörk."


Guðmundur Benediktsson mætti í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon og kom nafn Áslaugar til tals. Gummi hrósaði Áslaugu sérstaklega fyrir spyrnigetu hennar. Gummi sagði:

„Ég hef aðeins fengið að sjá hana á æfingum og held að ég geti fullyrt, ef við tökum karlana líka með, að það eru ekki margir með betri vinstri fót á Íslandi. Það er ótrúlegt vald sem hún hefur á spyrnum."

„Ég er einnig spenntur, þó ég ráði engu um það, að sjá hana jafnvel framar á vellinum. Ég held að það sé hægt að nýta þennan vinstri fót framar á vellinum til að búa til mörk og skora mörk."


Áslaug var spurð út í þessi orð Gumma.

Hvernig finnst þér að lesa þessi orð frá Gumma? Eru einhverjar líkur á því að þú spilir framar en í bakverðinum í sumar?

„Það var mjög gaman og hvetjandi að lesa þetta. Ég hef alltaf haft gaman af því að leika mér að skjóta en sjálf hafði ég ekki hugmynd um að ég hefði eitthvað betra vald á spyrnum heldur en einhverjir."

„Það væri mjög gaman að fara aðeins ofar á völlinn og rifja upp gömlu stöðurnar þó svo að bakvarðar staðan sé mjög fín líka."


Átturu þér einhverja fyrirmynd þegar þú varst yngri þegar kom að spyrnugetu?

„Það er skemmtilegt að segja frá því en þá var það Magdalena (Anna Reimus, í dag leikmaður Selfoss) sem kenndi mér fyrst að skjóta „snúnings“ boltum þegar hún var að þjálfa mig í yngriflokkum Hattar. Hún tók mig í smá einkakennslu eftir æfingar og sýndi mér hvernig á að skrúfa boltann."

„Messi er mikil fyrirmynd en ég hef mikið horft á myndbönd og leiki t.d. með honum og öðrum skjóta og reynt svo að „herma eftir“ úti á velli og í huganum,"
sagði Áslaug.
Athugasemdir
banner
banner