Arne Slot, stjóri Liverpool, var himinlifandi með að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili sínu með félaginu, en vildi þó koma þökkum áfram á Jürgen Klopp sem hjálpaði honum að ná þessu magnaða afreki.
Klopp hætti með Liverpool eftir síðasta tímabil og tók Slot við liðinu eftir að hafa gert vel með Feyenoord í Hollandi.
Spekingar höfðu ekki mikla trú á Liverpool-liðinu og spáði því enginn að Liverpool myndi vinna titilinn.
Slot var auðmjúkur og hógvær er hann fagnaði titlinum með Liverpool í dag eftir 5-1 sigurinn á Tottenham.
Hollendingurinn söng nafn Klopp með sömu tónum og Klopp gerði um Slot á síðasta ári. Lagið sem þeir notuðu báðir er Live is Life með hljómsveitinni Opus, en það má heyra hér fyrir neðan.
Arne Slot singing Jurgen Klopp’s name ??
— Anfield Sector (@AnfieldSector) April 27, 2025
pic.twitter.com/Uq5DNKLsIO
Athugasemdir