Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 10:10
Magnús Már Einarsson
Nýir leikdagar hjá Íslandi - Klára undankeppnina 1. desember
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur gefið út nýja leikdaga fyrir þá leiki sem eftir eru í undankeppni EM 2021.

Ísland er þar í riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi, en Svíþjóð og Ísland eru jöfn að stigum á toppi riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki.

Ísland og Svíþjóð áttu upphaflega að mætast í síðustu tveimur leikjum riðilsins en svo verður ekki núna. Svíþjóð kemur í heimsókn 22. september og rúmum mánuði síðar mætast liðin í Svíþjóð.

Efsta liðið í hverjum riðli kemst á EM í Englandi sem fer fram eftir tvö ár en mótinu hefur verið frestað um ár.

Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í 2. sæti komast einnig beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti í riðlunum fara í umspil sem fer fram á næsta ári.

Breytingar geta að sjálfsögðu orðið á þessum leikdögum eftir aðstæður í þjóðfélaginu breytast í ljósi COVID-19.

Þeir leikir sem Ísland á eftir
17. september - Ísland - Lettland
22. september - Ísland - Svíþjóð
27. október - Svíþjóð - Ísland
26. nóvember - Slóvakía - Ísland
1. desember - Ungverjaland - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner