Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. maí 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Gísli og Viktor Karl snúa aftur eftir landsleikjahlé
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudaginn verður síðasta umferð Bestu deildarinnar fyrir landsleikjahlé en Breiðablik heimsækir þá Leikni í Breiðholtið.

Gísli Eyjólfsson og Viktor Karl Einarsson voru ekki með Blikum sem rúlluðu yfir Val í Mjólkurbikarnum í gær 6-2 og verða væntanlega ekki með gegn Leiknismönnum heldur.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði eftir leikinn gegn Val að þeir ættu að vera orðnir klárir eftir landsleikjagluggann. Breiðablik heimsækir þá Val þann 16. júní.

Ísak Snær Þorvaldsson lék seinni hálfleikinn í gær, kom af krafti af bekknum og skoraði tvívegis. Ástæðan fyrir því að hann byrjaði á bekknum var ekki því hann væri eitthvað tæpur.

„Alls ekki. Við erum bara að reyna að álagsstýra, skipta hálfleikjunum milli hans og Kidda. Það er erfiður leikur gegn Leikni á sunnudaginn. Við erum að reyna að stýra álaginu á þeim sem hafa spilað mest svo menn geti hlaðið batteríin," sagði Óskar eftir leik.
Óskar Hrafn: Mistök sem við höfum verið lausir við í sumar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner