Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Róbert Frosti: Hann er mjög lélegur að reima
Reiminn laus í leiknum gegn KR.
Reiminn laus í leiknum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í gær, reimarnar virðast í fínu lagi.
Úr leiknum í gær, reimarnar virðast í fínu lagi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Helgi Fróði Ingason átti virkilega góðan leik þegar Stjarnan lagði KA í Bestu deildinni í gær. Hann bæði skoraði og lagði upp í leiknum.

Helgi hefur komið af krafti inn í lið Stjörnunnar á tímabilinu og hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu.

Hann er fæddur árið 2005 og á að baki sex leiki fyrir U19 landsliðið. Helgi Fróði lék sína fyrstu leiki sumarið 2022 og kom svo við tíu deildarleikjum á síðasta tímabili. Hann hefur komið við sögu í 9 af 10 leikjum Stjörnunnar á þessu tímabili.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

Eftir leikinn í gær var Helgi Fróði í viðtali við Vísi. Ólafur Þór Jónsson á Vísi valdi Helga Fróða mann leiksins. Þar sagði leikmaðurinn eftirfarandi um frammistöðu sína í leiknum: „Bara ágæt frammistaða. Mér fannst hún ekkert sérstök og ég get gert betur."

Í kjölfarið spurði Ólafur út í reimarnar á skónum, sagði í umsögn sinni um leikinn að Helgi hefði spilað allan leikinn með lausar reimar. Helgi Fróði svaraði einfaldlega: „Ég reima bara aldrei skóna."

Undirritaður fór í smá rannsóknarvinnu, spurði jafnaldra Helga Fróða, Róbert Frosta Þorkelsson, út í hvort Helgi hefði verið að grínast. „Nei, hann er ekki að grínast. Hann reimar skóna mjög sjaldan. Hann er líka mjög lélegur í að reima þannig það spilar líka inn í," sagði Róbert Frosti á léttu nótunum. Hann og Helgi Fróði eru góðir vinir.

Helgi Fróði var svo spurður út í þett allt saman, hvort eitthvað hefði verið sérstakt með reimarnar í gær. „Ég held reyndar að í gær hafi verið í fyrsta skiptið sem ég reima skóna, þær voru aðeins að stríða mér í gær, slitnuðu öðru megin."

En reimaru sjaldan skóna? „Ég reima þá eiginlega aldrei," sagði Helgi Fróði sem var svo spurður hvort hann væri lélegur að reima. „Robbi er bara eitthvað að grínast, mér finnst bara frekar leiðinlegt að reima," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner