Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PSG þarf að greiða 10 milljónir evra fyrir Galtier
Mynd: Getty Images
PSG er sagt bjartsýnt á að ganga frá samningi við Christophe Galtier um að taka við sem stjóri félagsins í vikunni. Mauricio Pochettino er núverandi stjóri félagsins en Frakklandsmeistararnir eru í leit að nýjum stjóra.

Fyrr í þessum mánuði greindu erlendir miðlar frá því að búið væri að reka Pochettino en það hefur ekki verið staðfest. Pochettino er sagður vilja fá 15 milljónir evra frá PSG ef félagið lætur hann fara. Samningur Poch rennur út næsta sumar.

Ef PSG ætlar að fá Galtier þá þarf félagið að greiða Nice um 10 milljónir evra fyrir stjórann sem er samningsbundinn Nice.

„Það er ekkert leyndarmál að við erum í viðræðum við Galtier. Hann hentar best fyrir þann leikstíl sem við viljum spila hérna. Vonandi komumst við að samkomulagi sem fyrst," sagði Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, við Le Parisien í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner