Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   mán 27. júní 2022 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Sveinn Aron með stoðsendingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sirius

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum og skoraði í góðum sigri Elfsborg í sænska boltanum í dag. Hákon Rafn Valdimarsson sat á bekknum.


Elfsborg vann 4-1 gegn Varberg en staðan var jöfn 1-1 þegar Sveini var skipt inn. Skömmu síðar kom Rasmus Alm einnig inn af bekknum og átti hann eftir að breyta leiknum.

Alm lagði annað markið upp og skoraði það þriðja áður en Sveinn Aron átti stoðsendinguna í fjórða markinu.

Elfsborg er í sjöunda sæti deildarinnar eftir sigurinn, sex stigum frá toppnum. Varberg er fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. 

Oskar Tor Sverrisson er á mála hjá Varberg en var ekki í hóp vegna meiðsla.

Elfsborg 4 - 1 Varberg
0-1 R. Simovic ('32, víti)
1-1 A. Bernhardsson ('45)
2-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)
3-1 R. Alm ('82)
4-1 J. Larsson ('96)

Davíð Kristján Ólafsson lék þá allan leikinn er Kalmar lagði Varnamo með einu marki gegn engu.

Davíð Kristján hefur fest sig í sessi í vinstri bakvarðarstöðunni og er Kalmar í sjötta sæti, einu stigi fyrir ofan Elfsborg.

Aron Bjarnason lék einnig allan tímann en tókst ekki að koma í veg fyrir tap Sirius gegn Göteborg þrátt fyrir mikla yfirburði.

Sirius var vaðandi í færum og tók forystuna en gestirnir nýttu sín færi og stóðu uppi sem sigurvegarar. Sirius er með 14 stig eftir 11 umferðir, þremur stigum eftir Göteborg.

Adam Benediktsson var á bekknum hjá Göteborg.

Kalmar 1 - 0 Varnamo
1-0 L. Saetra ('5)

Sirius 1 - 2 Göteborg
1-0 C. Kouakou ('36)
1-1 G. Norlin ('41)
1-2 K. Yakob ('61)

Að lokum gerði Öster jafntefli við Brommapojkarna í B-deildinni og þar lék Alex Þór Hauksson allan leikinn.

Öster er í fjórða sæti eftir jafnteflið, þremur stigum eftir toppliði Halmstad sem á leik til góða.

Brommapojkarna 1 - 1 Öster
1-0 N. Vasic ('55)
1-1 M. Sörensen ('70)


Athugasemdir
banner