Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
banner
   þri 27. júní 2023 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn eftir 7-1 sigur: Vorum fókuseraðir í 90 mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann í kvöld Tre Penne frá San Marínó 7-1 í undanúrslitum umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar, var þetta ekki bara fagmannleg frammistaða að mati Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks?

" Já held að það sé bara fínt orð yfir þetta, mér fannst við öflugari í seinni hálfleik frekar en fyrri hálfleik mér fannst við vera aðeins of varkárir í fyrri hálfleik, tókum okkur aðeins of langan tíma að byggja upp sóknirnar okkar, snérum ekki rétt, líkamsstaðan var oft á tíðum þar sem við neyddumst til að spila til baka og mér fannst við geta farið hraðar í gegnum þá sem mér fannst við gera í síðari hálfleik en ég var ánægðastur með að við héldum áfram í gegnum allann leikinn við hættum ekki og við vorum fókuseraðir í 90 mínútur og ég var ánægður með það" Sagði Óskar í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Óskar gerði sex breytingar frá 5-2 tapinu gegn HK á föstudag, hversu mikil áhrif hafði sú frammistaða á liðsvalið í dag?

" Nákvæmlega engin, maður var nauðbeygður án þess að ætla vera með einhvern hroka þá var maður nauðbeygður til þess að hafa leikinn á föstudaginn á bak við eyrað. Við erum svo að fara spila undanúrslitaleik í bikar á þriðjudaginn á Akureyri og þar á eftir kemur Fylkir í deildinni á föstudegi þannig það eru margir leikir framundan þannig það var eingöngu það að reyna á heilbrigðan hátt að breyta liðinu, að gefa þeim sem hafa spilað minna dýrmætar mínútur, að þegar þeir fá sénsinn þá eru þeir tilbúnari og svo kannski gefa ákveðnum leikmönnum hvíld sem eru búnir að spila mikið"

Fréttaritari talaði við Damir Muminovic varnarmann Blika fyrir viðtalið við Óskar og þá talaði Damir um að menn væru bara með slökkt á sér í markinu sem Blikar fengu á sig en það var enn ein fyrirgjöfin, Óskar sammála því?

"Mörk koma yfirleitt þegar þú gerir mistök eða gleymir þér , hvorki vorum við nógu nálægt þegar fyrirgjöfin kemur eða dekkuðum ekki manninn á fjærstöng. Þetta er eilífur lærdómur að fækka þessum mistökum sérstaklega í Evrópu, þá er ekkert pláss fyrir svona og við verðum að passa að þetta verði í lagi á föstudaginn"

Blikar mæta Buducnost frá Svartfjallalandi á föstudaginn, liðin mættust í fyrra og í undankeppni Sambandsdeildarinnar, við hverju má búast á föstudaginn?

" Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, mikilli stemningu og mikilli ástríðu. Þeir telja sig eflaust eiga harm að hefna, við ætlum okkur að vinna þennan leik og komast áfram þannig ég held að þetta verði hörkuleikur þeir eru með öflugt lið, líkamlega sterkt og eru búnir að breytast aðeins, þyngja liðið og stækka það þannig við þurfum að vera klárir í hörku. Ég held við séum í betra formi en þeir, léttari þannig við þurfum að færa okkur hraðar en þeir og hlaupa yfir þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar nánar um varnarleikinn gegn fyrirgjöfum, leikmönnum og leikskipulagi Buducnost og Aron Elís Þrándar í Víking Reykjavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner