Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 27. júní 2023 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn eftir 7-1 sigur: Vorum fókuseraðir í 90 mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann í kvöld Tre Penne frá San Marínó 7-1 í undanúrslitum umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar, var þetta ekki bara fagmannleg frammistaða að mati Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks?

" Já held að það sé bara fínt orð yfir þetta, mér fannst við öflugari í seinni hálfleik frekar en fyrri hálfleik mér fannst við vera aðeins of varkárir í fyrri hálfleik, tókum okkur aðeins of langan tíma að byggja upp sóknirnar okkar, snérum ekki rétt, líkamsstaðan var oft á tíðum þar sem við neyddumst til að spila til baka og mér fannst við geta farið hraðar í gegnum þá sem mér fannst við gera í síðari hálfleik en ég var ánægðastur með að við héldum áfram í gegnum allann leikinn við hættum ekki og við vorum fókuseraðir í 90 mínútur og ég var ánægður með það" Sagði Óskar í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Óskar gerði sex breytingar frá 5-2 tapinu gegn HK á föstudag, hversu mikil áhrif hafði sú frammistaða á liðsvalið í dag?

" Nákvæmlega engin, maður var nauðbeygður án þess að ætla vera með einhvern hroka þá var maður nauðbeygður til þess að hafa leikinn á föstudaginn á bak við eyrað. Við erum svo að fara spila undanúrslitaleik í bikar á þriðjudaginn á Akureyri og þar á eftir kemur Fylkir í deildinni á föstudegi þannig það eru margir leikir framundan þannig það var eingöngu það að reyna á heilbrigðan hátt að breyta liðinu, að gefa þeim sem hafa spilað minna dýrmætar mínútur, að þegar þeir fá sénsinn þá eru þeir tilbúnari og svo kannski gefa ákveðnum leikmönnum hvíld sem eru búnir að spila mikið"

Fréttaritari talaði við Damir Muminovic varnarmann Blika fyrir viðtalið við Óskar og þá talaði Damir um að menn væru bara með slökkt á sér í markinu sem Blikar fengu á sig en það var enn ein fyrirgjöfin, Óskar sammála því?

"Mörk koma yfirleitt þegar þú gerir mistök eða gleymir þér , hvorki vorum við nógu nálægt þegar fyrirgjöfin kemur eða dekkuðum ekki manninn á fjærstöng. Þetta er eilífur lærdómur að fækka þessum mistökum sérstaklega í Evrópu, þá er ekkert pláss fyrir svona og við verðum að passa að þetta verði í lagi á föstudaginn"

Blikar mæta Buducnost frá Svartfjallalandi á föstudaginn, liðin mættust í fyrra og í undankeppni Sambandsdeildarinnar, við hverju má búast á föstudaginn?

" Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, mikilli stemningu og mikilli ástríðu. Þeir telja sig eflaust eiga harm að hefna, við ætlum okkur að vinna þennan leik og komast áfram þannig ég held að þetta verði hörkuleikur þeir eru með öflugt lið, líkamlega sterkt og eru búnir að breytast aðeins, þyngja liðið og stækka það þannig við þurfum að vera klárir í hörku. Ég held við séum í betra formi en þeir, léttari þannig við þurfum að færa okkur hraðar en þeir og hlaupa yfir þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar nánar um varnarleikinn gegn fyrirgjöfum, leikmönnum og leikskipulagi Buducnost og Aron Elís Þrándar í Víking Reykjavík.
Athugasemdir
banner