Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   þri 27. júní 2023 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn eftir 7-1 sigur: Vorum fókuseraðir í 90 mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann í kvöld Tre Penne frá San Marínó 7-1 í undanúrslitum umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar, var þetta ekki bara fagmannleg frammistaða að mati Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks?

" Já held að það sé bara fínt orð yfir þetta, mér fannst við öflugari í seinni hálfleik frekar en fyrri hálfleik mér fannst við vera aðeins of varkárir í fyrri hálfleik, tókum okkur aðeins of langan tíma að byggja upp sóknirnar okkar, snérum ekki rétt, líkamsstaðan var oft á tíðum þar sem við neyddumst til að spila til baka og mér fannst við geta farið hraðar í gegnum þá sem mér fannst við gera í síðari hálfleik en ég var ánægðastur með að við héldum áfram í gegnum allann leikinn við hættum ekki og við vorum fókuseraðir í 90 mínútur og ég var ánægður með það" Sagði Óskar í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Óskar gerði sex breytingar frá 5-2 tapinu gegn HK á föstudag, hversu mikil áhrif hafði sú frammistaða á liðsvalið í dag?

" Nákvæmlega engin, maður var nauðbeygður án þess að ætla vera með einhvern hroka þá var maður nauðbeygður til þess að hafa leikinn á föstudaginn á bak við eyrað. Við erum svo að fara spila undanúrslitaleik í bikar á þriðjudaginn á Akureyri og þar á eftir kemur Fylkir í deildinni á föstudegi þannig það eru margir leikir framundan þannig það var eingöngu það að reyna á heilbrigðan hátt að breyta liðinu, að gefa þeim sem hafa spilað minna dýrmætar mínútur, að þegar þeir fá sénsinn þá eru þeir tilbúnari og svo kannski gefa ákveðnum leikmönnum hvíld sem eru búnir að spila mikið"

Fréttaritari talaði við Damir Muminovic varnarmann Blika fyrir viðtalið við Óskar og þá talaði Damir um að menn væru bara með slökkt á sér í markinu sem Blikar fengu á sig en það var enn ein fyrirgjöfin, Óskar sammála því?

"Mörk koma yfirleitt þegar þú gerir mistök eða gleymir þér , hvorki vorum við nógu nálægt þegar fyrirgjöfin kemur eða dekkuðum ekki manninn á fjærstöng. Þetta er eilífur lærdómur að fækka þessum mistökum sérstaklega í Evrópu, þá er ekkert pláss fyrir svona og við verðum að passa að þetta verði í lagi á föstudaginn"

Blikar mæta Buducnost frá Svartfjallalandi á föstudaginn, liðin mættust í fyrra og í undankeppni Sambandsdeildarinnar, við hverju má búast á föstudaginn?

" Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, mikilli stemningu og mikilli ástríðu. Þeir telja sig eflaust eiga harm að hefna, við ætlum okkur að vinna þennan leik og komast áfram þannig ég held að þetta verði hörkuleikur þeir eru með öflugt lið, líkamlega sterkt og eru búnir að breytast aðeins, þyngja liðið og stækka það þannig við þurfum að vera klárir í hörku. Ég held við séum í betra formi en þeir, léttari þannig við þurfum að færa okkur hraðar en þeir og hlaupa yfir þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar nánar um varnarleikinn gegn fyrirgjöfum, leikmönnum og leikskipulagi Buducnost og Aron Elís Þrándar í Víking Reykjavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner