Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júlí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Sakho til Montpellier (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franska félagið Montpellier tilkynnti í dag að félagið hefði samið til þriggja ára við miðvörðinn Mamadou Sakho.

Þessi 31 árs Frakki kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Crystal Palace rann út.

Meiðsli hafa verið að gera Sakho erfitt fyrir en hann spilaði aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Sakho segist hrifinn af stefnu Montpellier en hann snýr nú aftur í franska boltann eftir átta ár í enska boltanum.

Hann var áður hjá Liverpool en hann kom til félagsins frá Paris Saint-Germain.

Montpellier endaði í áttunda sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabil.


Athugasemdir
banner
banner