Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Vestri fór illa með Þrótt
Lengjudeildin
Nacho Gil
Nacho Gil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri 4 - 0 Þróttur V.
1-0 Ignacio Gil Echevarria ('5 )
2-0 Ignacio Gil Echevarria ('8 )
3-0 Pétur Bjarnason ('71 )
4-0 Deniz Yaldir ('83 )
Rautt spjald: Silas Dylan Songani, Vestri ('41)
Lestu um leikinn

Fjórtánda umferðin tafðist heldur betur en viðureign Vestra og Þróttar Vogum var að enda en leikurinn tafðist mikið vegna frestunnar á flugi til Ísafjarðar.


Gestirnir voru nýmættir þegar leikurinn byrjaði um 20:50, Nacho Gil kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu og skoraði annað mark liðsins þremur mínútum síðar.

Vestri skoraði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik en bæði dæmd af. Silas Songani fékk síðan að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks eftir viðskipti við Andri Már Hermannsson og spiluðu því Vestra menn einum færri allan síðari hálfleikinn.

Þróttarar byrjuðu sterkt í síðari hálfleik en náðu ekki að nýta sér það. Deniz Yaldir var svo líflegur í sóknum Vestra og það skilaði sér loksins þegar hann sendi á Pétur Bjarnason sem skoraði og kom Vestra í 3-0.

Deniz var svo sjálfur á ferðinni undir lok leiksins og negldi síðasta naglann í kistu Þróttara. 4-0 sigur Vestra staðreynd. Vestri er í sjötta sæti en Þróttarar á botninum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner