Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. ágúst 2017 20:34
Magnús Þór Jónsson
Milos: Það er komin smá ró
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var sáttur með 2-0 sigur liðsins á ÍA í kvöld. Aron Bjarnason var í lykilhlutverki í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Þetta var svolítið kaflaskipt. Mér fannst við vera með control meirihlutann af leiknum og hættulegri en það var kafli í fimmtán eða tuttugu mínútur þar sem þeir voru meira með boltann en ég vildi og nýttu sína styrkleika."

„Við sköpuðum fullt af færum og þegar það gerist þannig þá veit ég að hreyfingarnar eru góðar og menn eru að hlaupa í rétt svæði en markaskorunin má vera betri. Ég er ekkert að kvarta, 2-0 og halda hreinu."

„Ef þú horfir á leikskýrslur þá getur þú séð að það er komin smá ró og sömu menn spila. Það er oftast þannig að það gerist í undirbúningstímabilinu að sömu menn spila og þeir halda oftar hreinu, þessir fjórir hafa spilað mest í síðustu fimm, sex eða sjö leiknum og skilja hvorn annan betur."


Willum Þór Willumsson hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Blika og hefur staðið sig vel. Milos er afar ánægður með hann.

„Það var markvisst unnið með honum og byggja hann í gegnum sumarið og að hann myndi nýta tækifærið þegar það kæmi. Ég er ekki að skipta mönnum út þegar gengur vel bara til að skipta þeim út en ef hann vinnur vel í sínum málum næsta vetur þá getur hann orðið mjög góður miðjumaður," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner