Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 27. ágúst 2017 20:34
Magnús Þór Jónsson
Milos: Það er komin smá ró
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var sáttur með 2-0 sigur liðsins á ÍA í kvöld. Aron Bjarnason var í lykilhlutverki í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Þetta var svolítið kaflaskipt. Mér fannst við vera með control meirihlutann af leiknum og hættulegri en það var kafli í fimmtán eða tuttugu mínútur þar sem þeir voru meira með boltann en ég vildi og nýttu sína styrkleika."

„Við sköpuðum fullt af færum og þegar það gerist þannig þá veit ég að hreyfingarnar eru góðar og menn eru að hlaupa í rétt svæði en markaskorunin má vera betri. Ég er ekkert að kvarta, 2-0 og halda hreinu."

„Ef þú horfir á leikskýrslur þá getur þú séð að það er komin smá ró og sömu menn spila. Það er oftast þannig að það gerist í undirbúningstímabilinu að sömu menn spila og þeir halda oftar hreinu, þessir fjórir hafa spilað mest í síðustu fimm, sex eða sjö leiknum og skilja hvorn annan betur."


Willum Þór Willumsson hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Blika og hefur staðið sig vel. Milos er afar ánægður með hann.

„Það var markvisst unnið með honum og byggja hann í gegnum sumarið og að hann myndi nýta tækifærið þegar það kæmi. Ég er ekki að skipta mönnum út þegar gengur vel bara til að skipta þeim út en ef hann vinnur vel í sínum málum næsta vetur þá getur hann orðið mjög góður miðjumaður," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner