Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 27. ágúst 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonar að Jón Daði komist inn í liðið hjá Millwall eða fari annað
Alls ekki auðvelt að skilja Jón Daða eftir
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í stöðuna á Jóni Daða Böðvarssyni hjá Millwall. Jón Daði hefur ekki verið inn í myndinni hjá Millwall og einungis komið við sögu í deildabikarnum. Jón Daði hefur verið í frekar stóru hlutverki í landsliðinu undanfarin ár en er ekki í hópnum að þessu sinni.

Veistu hver hans vilji er varðandi hans framtíð hjá Millwall?

„Jón Daði er akkúrat núna ekki í myndinni. Glugginn er ennþá opinn og maður vonar að Jón Daði komist annað hvort í liðið aftur hjá Millwall eða (fari) einhvert annað vegna þess að Jón Daði er rosalega góður leikmaður fyrir þjálfara að hafa. Það er alls ekki auðvelt að skilja Jón Daða eftir (utan landsliðshópsins)," sagði Arnar.

Jón Daði lék nítján mínútur gegn Cambridge á þriðjudag í deildabikarnum. Fyrir þann leik hafði hann ekki verið í leikmannahópnum hjá Millwall á tímabilinu.

Hann er 29 ára sóknarmaður sem á að baki 60 A-landsleiki. Jón Daði gekk í raðir Millwall árið 2019 frá Reading.

Sjá einnig:
Jón Daði á sölulista hjá Millwall (16. júní)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner