Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 27. september 2022 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Reiður, svekktur og stoltur - „Næ því ekki hvernig hann ver þetta"
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður, mér fannst við bara miklu betri á öllum sviðum í dag. Sóknarlega, varnarlega, í einvígum - bara öllu sem hægt er að gera inn á fótboltavellinum fannst meŕ við betri í dag. Í seinni hálfleik fannst mér við eignlega bara yfirspila þá," sagði Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður U21 landsliðins, eftir grátlegt jafntefli gegn Tékklandi í kvöld.

Draumurinn um EM 2023 er úti, það vantaði eitt mark upp á að knýja fram framlengingu eftir eins marks tap í fyrri leiknum á föstudag. Íslenska liðið lék - eins og Dagur kemur inn á - vel í leiknum og var í nokkur skipti mjög nálægt því að skora markið mikilvæga. Matej Kovar í marki Tékka var besti maður vallarins, átti frábæran dag í markinu.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

„Ótrúlegt hvernig við skorum ekki, ég skil ekki hvernig hann ver þetta síðasta skot - ég næ því ekki. Ég þarf að sjá þetta aftur, vel gert hjá honum."

Dagur átti sjálfur frábært skot sem fór rétt framhjá marki Tékkana.

„Ég smellhitt'ann, ertað grínast eða. Ég horfði á hann fara upp í skeytin og smeygði síðan framhjá henni. Ekkert eðlilega svekkjandi en við erum stoltir af okkar frammistöðu og Ísland mun fara á EM einhvern tímann."

„Reiði, svekkelsi, við vorum svo nálægt þessu. Mér finnst miðað við hvað við höfum lagt í þetta eiga þetta (sæti á EM) svo sannarlega skilið, og auðvitað Tékkarnir líka. Ísland finnst mér eiga skilið að vera á stórmóti og á að vera á stórmóti miðað við leikmennina sem við erum með. Einn daginn verðum við þar."

„Svo sannarlega, allir sem einn vorum við frábærir, geggjuð liðsheild og bara stoltur að vera í þessu liði,"
sagði Dagur.
Athugasemdir
banner
banner