Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 27. september 2022 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Reiður, svekktur og stoltur - „Næ því ekki hvernig hann ver þetta"
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður, mér fannst við bara miklu betri á öllum sviðum í dag. Sóknarlega, varnarlega, í einvígum - bara öllu sem hægt er að gera inn á fótboltavellinum fannst meŕ við betri í dag. Í seinni hálfleik fannst mér við eignlega bara yfirspila þá," sagði Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður U21 landsliðins, eftir grátlegt jafntefli gegn Tékklandi í kvöld.

Draumurinn um EM 2023 er úti, það vantaði eitt mark upp á að knýja fram framlengingu eftir eins marks tap í fyrri leiknum á föstudag. Íslenska liðið lék - eins og Dagur kemur inn á - vel í leiknum og var í nokkur skipti mjög nálægt því að skora markið mikilvæga. Matej Kovar í marki Tékka var besti maður vallarins, átti frábæran dag í markinu.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

„Ótrúlegt hvernig við skorum ekki, ég skil ekki hvernig hann ver þetta síðasta skot - ég næ því ekki. Ég þarf að sjá þetta aftur, vel gert hjá honum."

Dagur átti sjálfur frábært skot sem fór rétt framhjá marki Tékkana.

„Ég smellhitt'ann, ertað grínast eða. Ég horfði á hann fara upp í skeytin og smeygði síðan framhjá henni. Ekkert eðlilega svekkjandi en við erum stoltir af okkar frammistöðu og Ísland mun fara á EM einhvern tímann."

„Reiði, svekkelsi, við vorum svo nálægt þessu. Mér finnst miðað við hvað við höfum lagt í þetta eiga þetta (sæti á EM) svo sannarlega skilið, og auðvitað Tékkarnir líka. Ísland finnst mér eiga skilið að vera á stórmóti og á að vera á stórmóti miðað við leikmennina sem við erum með. Einn daginn verðum við þar."

„Svo sannarlega, allir sem einn vorum við frábærir, geggjuð liðsheild og bara stoltur að vera í þessu liði,"
sagði Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner