Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 27. september 2022 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Reiður, svekktur og stoltur - „Næ því ekki hvernig hann ver þetta"
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður, mér fannst við bara miklu betri á öllum sviðum í dag. Sóknarlega, varnarlega, í einvígum - bara öllu sem hægt er að gera inn á fótboltavellinum fannst meŕ við betri í dag. Í seinni hálfleik fannst mér við eignlega bara yfirspila þá," sagði Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður U21 landsliðins, eftir grátlegt jafntefli gegn Tékklandi í kvöld.

Draumurinn um EM 2023 er úti, það vantaði eitt mark upp á að knýja fram framlengingu eftir eins marks tap í fyrri leiknum á föstudag. Íslenska liðið lék - eins og Dagur kemur inn á - vel í leiknum og var í nokkur skipti mjög nálægt því að skora markið mikilvæga. Matej Kovar í marki Tékka var besti maður vallarins, átti frábæran dag í markinu.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

„Ótrúlegt hvernig við skorum ekki, ég skil ekki hvernig hann ver þetta síðasta skot - ég næ því ekki. Ég þarf að sjá þetta aftur, vel gert hjá honum."

Dagur átti sjálfur frábært skot sem fór rétt framhjá marki Tékkana.

„Ég smellhitt'ann, ertað grínast eða. Ég horfði á hann fara upp í skeytin og smeygði síðan framhjá henni. Ekkert eðlilega svekkjandi en við erum stoltir af okkar frammistöðu og Ísland mun fara á EM einhvern tímann."

„Reiði, svekkelsi, við vorum svo nálægt þessu. Mér finnst miðað við hvað við höfum lagt í þetta eiga þetta (sæti á EM) svo sannarlega skilið, og auðvitað Tékkarnir líka. Ísland finnst mér eiga skilið að vera á stórmóti og á að vera á stórmóti miðað við leikmennina sem við erum með. Einn daginn verðum við þar."

„Svo sannarlega, allir sem einn vorum við frábærir, geggjuð liðsheild og bara stoltur að vera í þessu liði,"
sagði Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner