Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 27. september 2023 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn kominn með tvö mörk og stoðsendingu í fyrri hálfleik
watermark Orri Steinn er að leika sér að Lyseng
Orri Steinn er að leika sér að Lyseng
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson er í banastuði með FCK í danska bikarnum, en hann er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu er liðið er að vinna Lyseng, 5-0, í hálfleik.

Landsliðsmaðurinn hefur verið að fá tækifærin með FCK á þessu tímabili og gert vel, en hann fékk auðvitað að byrja þennan leik, gegn D-deildarliði Lyseng.

Orri er að leika sér að andstæðingnum. Hann gerði fyrra mark sitt á 15. mínútu með þægilegri afgreiðslu. Annað markið var í flottari kantinum, en þar fór hann illa með nokkra varnarmenn Lyseng og markvörðinn í leiðinni áður en hann skoraði.

Seltirningurinn lagði síðan upp fimmta markið fyrir sænska undrabarnið Roony Bardghji.

Staðan 5-0 í hálfleik og vonandi að þrennan verði fullkomnuð í þeim síðari, en það yrði önnur þrennan á tímabilinu.

Orri hefur nú komið að ellefu mörkum á þessari leiktíð og er greinilega bara rétt að byrja.
Athugasemdir
banner