Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 10:17
Elvar Geir Magnússon
Ingi Sig studdi ekki afgreiðslu stjórnar KSÍ
Ingi Sigurðsson.
Ingi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal.
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingi Sigurðsson, Eyjamaður og stjórnarmaður hjá KSÍ, var ekki sammála þeirri ákvörðun stjórnarinnar að reyna að klára þá leiki sem eftir eru á Íslandsmótinu.

Stefnt er á að Íslandsmótið fari aftur af stað í komandi mánuði en á stjórnarfundi KSÍ í síðustu viku var meirihluti stjórnar sammála því að halda áfram deildakeppnum og gera allt sem hægt er að ljúka keppni í einstökum deildum.

Á fundi lagði Ingi fram eftirfarandi bókun, sem birt er á heimasíðu KSÍ.

„Ég styð ekki afgreiðslu stjórnar KSÍ í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi í Covid-19 faraldrinum og einnig núverandi stöðu og mögulegt framhald mótamála. Það er uppi veruleg óvissa um hvað tekur við í sóttvarnaraðgerðum yfirvalda þegar núverandi aðgerðum lýkur. Einnig er veruleg óvissa uppi með það hvort og þá hvernig mögulegt verður að ljúka mótahaldi allra deilda með ásættanlegum hætti, og þar koma margir þættir inn," skrifar Ingi.

„KSÍ og aðildarfélög sambandsins hafa náð að komast eins langt með mótahald og raun ber vitni þrátt fyrir verulegar áskoranir á tímabilinu. Það er vel og þar sem fyrir liggur að engir leikir verða leiknir fyrr en í allra fyrsta lagi vel inn í nóvember þá er uppi veruleg óvissa hvað varðar mótahald á þessum tíma ársins, nokkuð sem ekki þekkist hérlendis varðandi lengd keppnistímabils."

„Þá verða einnig liðnar rúmar 4 vikur frá því öll lið höfðu tök á að æfa við sem mest eðlilegar aðstæður og því allar aðstæður nú ólíkar varðandi æfingar og keppni komandi fram á þennan tíma ársins. Að mínu mati eiga almannahagsmunir og almenn heilsa að vega verulega stóran þátt í þeirri ákvörðun sem þarf að taka í ljósi gildandi ástands í Covid-19 faraldrinum."

„Ég er hins vegar sammála því að í dag (þriðjudaginn 20. október) komi fram ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi framhaldið þar sem reglugerð ráðherra er komin fram, því það er mikilvægt að aðildarfélög sambandsins séu ekki lengur en þörf krefur í óvissu um framhald mótamála."
Athugasemdir
banner
banner
banner