Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Högg að fá þetta fyrsta mark á okkur
Icelandair
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna.
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, en mér fannst hugarfarið mjög gott," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir 2-0 tap gegn Svíþjóð í undankeppni EM.

„Við komum af krafti inn í leikinn, en eftir að við fengum fyrsta markið á okkur þá riðlaðist leikur okkar. Það var högg að fá þetta fyrsta mark á okkur því það var engin ástæða til. Við getum komið í veg fyrir þetta."

„Svíarnir spiluðu þennan leik virkilega vel. Þær kláruðu sín færi virkilega vel."

„Mér fannst við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til að fara á bak við þær. Svíarnir voru hátt uppi með línuna á köflum og við vorum ragar við það að taka í gikkinn. Við vorum oft í stöðum til að fara á bak við og á meðan við gerðum það ekki þá náðu Svíarnir að halda línunni hátt uppi og þar af leiðandi að þétta miðjuna og halda miðsvæðinu. Við náðum ekki að teygja á því eins og í leiknum heima. Það vantaði upp á skerpuna."

Ísland á tvo leiki eftir í riðlinum, gegn Slóvakíu og Ungverjaland. Sigrar í þessum leikjum gætu komið okkur á EM sem eitt besta liðið í öðru sæti.

„Það eru tveir síðustu úrslitaleikirnir í riðlinum," sagði Jón Þór. „Við förum þangað með það markmið að komast til Englands. Nú vonum við að það verði hægt að klára Íslandsmótið þannig að við getum haldið okkur í leikformi á milli þessara leikja."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner