Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Simeone-feðgar í sérflokki - Fjögur mörk í fjórum leikjum
Giovanni Simeone
Giovanni Simeone
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Giovanni Simeone skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Napoli á Rangers í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en hann jafnaði þar met föður síns.

Simeone skoraði tvö mörk á fimm mínútum í byrjun leiksins og er Napoli nú í nokkuð þægilegri stöðu á toppnum en liðið er í kjörstöðu til að vinna riðilinn.

Hann er nú kominn með fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni en það er ansi áhugavert í ljósi þess að Diego Simeone, faðir Giovanni, gerði það nákvæmlega sama með Atlético Madríd tímabilið 1996-1997.

Diego gerði það að vísu í tveimur leikjum en eftir fjóra leiki eru þeir með nákvæmlega sömu tölfræði. Það sem meira er þá eru þeir einu Argentínumennirnir sem hafa afrekað þetta.


Athugasemdir
banner
banner