„Þetta er sturlað. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Tilfininngarrússíbani núna en þetta er frábært." Sagði nýkringdur Íslandsmeistari Damir Muminovic eftir sigurinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
„Ég get viðurkennt það að ég sá einhver umtöl um leikinn að það vantaði De Bruyne, Messi og Ronaldo í Víkingsliðið og eitthvað svona. Ég var að vonast eftir að allir myndu vera með og þeir voru með í dag og við pökkuðum þeim bara saman."
„Ég sagði einhverstaðar áðan að þessi væri sennilega sætari en 2022 þar sem við komum hingað og það er ekkert auðvelt að koma hingað og vinna 3-0 þannig þessi er svona sætari en fyrsti."
Leikurinn í kvöld var líklega einn sá stærsti sem við höfum séð allavega síðustu tíu ár.
„Við vorum bara klárir frá því eftir Stjörnuleikinn. Þá fáum við smá bara svona í afsakið orðbragðið 'fokk it' mode. Við ætluðum bara að mæta hingað og segja bara 'fokk it' og 'all guns blazing', maður á mann út um allt og vinna þannig og það tókst."
Breiðablik áttu ekkert sérstaklega gott Íslandsmót á síðata ári og var því gríðarlega sætt að vinna titilinn í ár.
„Tímabilið í fyrra var bara eitthvað grín svona fyrir utan Confrence league. Ég held að við höfum fengið á okkur einhver hundrað mörk í fyrra þannig við ákváðum að laga varnarleikinn í ár og vinna út frá því. Sóknarleikurinn kom í kjölfarið og við enduðum sem besta lið mótsins."
Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |