„Ég er bara orðlaus yfir þessu. Hvernig við erum búnir að vera seinni hluta tímabils, bara ógeðslega góðir, eftir að ég kem. Það er bara geðveikt að vera með þessu liði og við áttum þetta svo sannarlega skilið í þessum leik."
Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víking 3-0 í kvöld og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
Breiðablik átti aðeins erfiðan kafla á miðju tímabili en frá því að Davíð kemur inn í liðið hafa þeir verið á siglingu.
„Þetta hefur verið mjög heilsteypt og mjög gott, maður getur ekki alltaf verið bara geggjaður. Það koma einhverjir kaflar sem að við vorum ekkert spes í. En þá bara stígur maður upp og við gerðum það svo sannarlega."
Að lokum hvetur Davíð, Blika stuðningsmenn að koma og fagna í kvöld.
„Allir í Smárann og það verður bara partý fram á nótt, það er bara eina málið."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.