
Nú er í gangi leikur Króatíu og Kanada í F-riðli en þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 í hörkuleik.
Kanada byrjaði betur og eftir rétt rúma mínútu var Alphonse Davis búinn að koma Kanada yfir með flottum skalla.
Króatía náði að vinna sig inn í leikinn og setja ágætis pressu á Kanada. Það skilaði sér á 37. mínútu en þá skoraði Andrej Kramaric eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.
Þetta var 21 mark Kramaric fyrir landsliðið en hann kláraði færið vel í fjærhornið.
Fyrr í dag vann Marokkó glæsilegan sigur á Belgum í sama riðli.
Sjáðu markið hjá Kramaric hér.
Athugasemdir