Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 28. janúar 2020 12:39
Elvar Geir Magnússon
Cavani færist nær Atletico
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani færist nær því að ganga í raðir Atletico Madrid.

Cavani hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea.

Umboðsmaður Cavani, sem er 32 ára, er í Madríd.

Fyrr í þessum mánuði þá lagði Cavani fram beiðni um að vera seldur frá PSG. Frakklandsmeistararnir eru með 12,6 milljóna punda verðmiða á úrúgvæska landsliðsmanninum.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, leitar að sóknarmanni til að styðja við Tammy Abraham.
Athugasemdir