Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 28. janúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Flamengo búið að kaupa Gabigol (Staðfest)
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Barbosa, betur þekktur sem Gabigol, hefur verið keyptur alfarið til Brasilíumeistara Flamengo.

Flamengo borgar Inter 17 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Flamengo vann Copa Libertadores, meistarakeppni Suður-Ameríku, á síðasta ári.

Hinn 23 ára Gabigol hefur verið á láni hjá Flamengo síðan í janúar 2019 og hefur skorað 34 mörk í 43 leikjum fyrir félagið.

Áður hafði Inter lánað leikmanninn til Benfica og ljóst að hann er ekki framtíðaráætlunum Inter. Hann náði sér ekki á strik hjá Inter og Benfica.

Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum með Brasilíu en gekk erfiðlega að finna taktinn í Evrópuboltanum.


Athugasemdir