þri 28. janúar 2020 17:18
Elvar Geir Magnússon
Gomes mætti aftur út á æfingasvæðið eftir ökklabrotið
Andre Gomes sárkvalinn á vellinum.
Andre Gomes sárkvalinn á vellinum.
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes mætti aftur út á æfingasvæðið hjá Everton í dag en það eru innan við þrír mánuðir síðan hann ökklabrotnaði á hryllilegan hátt í leik gegn Tottenham.

Gomes meiddist eftir að hafa lent í samstuði við Serge Aurier en Son Heung-Min fékk rautt spjald fyrir það sem gerðist í aðdragandanum og yfirgaf leikvanginn grátandi.

Betur fór en á horfðist en hann tók þátt í hluta af æfingu aðalliðs Everton í dag. Það var í fyrsta sinn sem hann vinnur úti á æfingasvæðinu með Carlo Ancelotti.

Sumir töldu að það myndi taka Gomes u.þ.b. ár að jafna sig á meiðslunum.

„Góð tilfinning að vera aftur með liðinu. Fyrsta æfingin með strákunum. Er betri með hverjum degi og verð tilbúinn eins fljótt og mögulegt er," segir Gomes.

Þrátt fyrir að hann sé mættur aftur út á æfingasvæðið er ljóst að það er eitthvað enn í að hann verður orðinn leikfær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner