Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juve og Barca búin að hafa samband við Arsenal
Mynd: Getty Images
Bæði Juventus og Barcelona hafa haft samband við Arsenal varðandi Pierre-Emerick Aubameyang.

Félögin vilja fá leikmanninn á láni út tímabilið og verður fróðlegt að sjá hvort Arsenal hleypi honum í burtu.

Aubameyang hefur verð út í kuldanum í meira en mánuð eftir agabrot. Fyrirliðabandið var svipt af honum og hefur hann ekki spilað síðan.

AC Milan, Sevilla, PSG, Al Nassr, Al Hilal og Marseille hafa einnig sýnt Aubameyang áhuga. Aubameyang er sagður vilja fara til topp félags í Evrópu.

Aubameyang er talinn vera með um 350 þúsund pund í vikulaun og þyrfti það félag sem vill fá hann að greiða stóran hluta launanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner