Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. janúar 2023 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Albert gerði jafntefli - Birkir í fjórða sæti
Mynd: Go Ahead Eagles
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Willum Þór Willumsson spilaði fyrstu 72 mínúturnar í 2-0 tapi Go Ahead Eagles gegn sterku liði PSV Eindhoven í efstu deild hollenska boltans. 


PSV, sem er í þriðja sæti deildarinnar, verðskuldaði sigurinn. G.A. Eagles eru í 11. sæti, aðeins með 19 stig eftir 18 umferðir en þó sex stigum frá fallsæti.

Anwar El Ghazi, fyrrum leikmaður Aston Villa, skoraði annað marka PSV í sigrinum.

PSV Eindhoven 2 - 0 GA Eagles

Albert Guðmundsson kom þá inn snemma í síðari hálfleik í markalausu jafntefli Genoa gegn Pisa í Serie B deildinni á Ítalíu. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa.

Genoa var talsvert betri aðilinn en átti í vandræðum með að nýta tækifærin sín. Liðið er áfram í öðru sæti deildarinnar, með 40 stig eftir 22 umferðir. Reggina fylgir fast á eftir með 39 stig en liðið tapaði leik sínum í dag.

Mikael Egill Ellertsson var þá ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli Venezia gegn Cittadella. Venezia er í næstneðsta sæti með 21 stig eftir 22 umferðir. 

Genoa 0 - 0 Pisa
Rautt spjald: M. Marin, Pisa ('69)

Venezia 1 - 1 Cittadella

Birkir Bjarnason spilaði þá síðustu mínúturnar í flottum sigri Adana Demirspor í tyrknesku deildinni. Birki var skipt inn fyrir Henry Onyekuru í uppbótartíma.

Adana Demirspor er í fjórða sæti deildarinnar og í harðri baráttu við félög á borð við Besiktas og Fenerbahce um Evrópusæti.

Að lokum var Jón Daði Böðvarsson ekki í leikmannahópi Bolton sem vann góðan sigur á útivelli gegn Charlton og er áfram í fimmta sæti C-deildarinnar á Englandi. Þar er félagið með 50 stig eftir 29 umferðir.

Sivasspor 1 - 2 Adana Demirspor

Charlton 1 - 2 Bolton


Athugasemdir
banner
banner
banner