Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   þri 28. janúar 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brighton hlustar á kauptilboð í Ferguson
Duncan Ferguson, framherj Brighton, er að öllum líkindum á förum frá Brighton áður en janúarglugginn lokar.

Sky Sports greinir frá því að Brighton sé tilbúið að selja hann fyrir rétta upphæð en það er þó líklegast að hann fari á láni.

Sky Sports greinir frá því í dag að Leverkusen leiði kapphlaupið en nokkur félög í úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga en Brighton hefur þegar hafnað kauptilboði frá ensku félagi.

West Ham, Tottenham og Bournemouth hafa sýnt honum áhuga undanfarið en Fulham hafði verið inn í myndinni fyrr í þessum mánuði. Þá fylgist Marseille með gangi mála en Roberto De Zerbi, fyrrum stjóri Brighton, er stjóri franska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner