Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   þri 28. janúar 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cecilía úr leik í ítalska bikarnum
Cecilíia Rán Rúnarsdóttir var ekki í byrjunarliðinu þegar Inter heimsótti Sassuolo í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum ítalska bikarsins.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Inter náði forystunni í einvíginu eftir aðeins þriggja mínútna leik í kvöld. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Aurora De Rita metin fyrir Sassuolo og knúði fram framlenginu.

Sjálfsmark frá Marija Milinkovic, leikmanni Inter, réði úrslitum í framlengingunni.

Cecilía hefur verið hvíld í bikarnum svo það má gera ráð fyrir því að hún verði í rammanum þegar liðið fær Fiorentina í heimsókn á laugardaginn í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner