Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2023 08:40
Elvar Geir Magnússon
Abraham aftur til Chelsea? - Arsenal hefur áhuga á Sterling
Powerade
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: EPA
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Liverpool fylgist með Kante.
Liverpool fylgist með Kante.
Mynd: EPA
Abraham, Lukaku, Sterling, Rice, Kane, Salah og Alvarez eru meðal þeirra sem eru í Powerade slúðurpakkanum á þessum ljómandi fína þriðjudegi. Slúðrið er góð byrjun á góðum degi.

Chelsea íhugar að reyna að fá Tammy Abraham (25) til baka til félagsins frá Roma í sumar. Enski landsliðsmaðurinn er ódýrari lausn en nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (24) hjá Napoli. (Football Insider)

Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segir að belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (29) muni snúa aftur til Chelsea þegar lánssamningurinn rennur út eftir tímabilið. (Sky Sports Italia)

Arsenal hefur áhuga á Raheem Sterling (28) ef hann verður fáanlegur frá Chelsea í sumar. Leikmaðurinn sjálfur er þó ekki að leitast eftir því að yfirgefa Stamford Bridge. (90min)

Chelsea er á báðum áttum með ensku miðjumennina Mason Mount (24) og Ruben Loftus-Cheek (27) en báðir eru að sigla inn í lokaár saminga sinna. (Mirror)

Graham Potter fær næstu tvo leiki til að bjarga starfi sínu hjá Chelsea. Liðið mætir Leeds á laugardaginn og mætir svo Dortmund í seinni viðureign liðanna í Meistaradeildinni. (Telegraph)

Manchester United telur sig geta sannfært Declan Rice (24), miðjumann West Ham, um að ganga í raðir félagsins í sumar. (Football Insider)

Aðilarnir sem gerðu kauptilboð í Manchester United búast við því að fá svör um næstu skref í þessari viku. (Mail)

Manchester United hefur áhuga á að kaupa Harry Kane (29), sóknarmann Tottenham, í sumar. (Football Insider)

Umboðsmaður Mohamed Salah (30) segir það algjört kjaftæði að egypski framherjinn hugsi sér til hreyfings ef Liverpool kemst ekki í Meistaradeildina. (Goal)

Njósnarar Leicester fylgjast með danska miðjumanninum Morten Hjulmand (23) hjá Lecce. 10 milljóna punda tilboði Southampton í leikmanninn var hafnað í janúar. (Nicolo Schira)

Manchester City hefur boðið argentínska sóknarmanninum Julian Alvarez (23) launahækkun og framlengingu á samningi sínum til 2028. (Fabrizio Romano)

Barcelona skoðar hvort möguleiki sé á að fá Alvarez lánaðan frá City í sumar. (Mundo Deportivo)

Liverpool fylgist með stöðu mála hjá N'Golo Kante (31) en franski miðjumaðurinn er í viðræðum við Chelsea um framlengingu á samningi sínum, sem rennur út í sumar. (Football Insider)

Paris St-Germain reynir að sannfæra franska framherjann Kylian Mbappe (24) um að virkja ákvæði um framlengingu á samningi sínum í eitt ár í viðbót eða til 2025. (L'Equipe)

Borussia Dortmund vonast til að tryggja sér japanska miðjumanninn Daichi Kamada (26) frá Eintracht Frankfurt. Það tengist þó ekki framtíð Jude Bellingham (19). (90min)

Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets (34) hjá Barcelona mun ákveða á næstu vikum hvort hann verði annað tímabil. (Sport)

Mateu Alemany, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, hefur hafnað tilboði frá Aston Villa um að taka að sér álíka starf. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner