Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2023 20:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Númi frá Breiðabliki til Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Breiðablik hefur staðfest félagsskipti Arnars Núma Gíslasonar til Gróttu en hann fer á láni út komandi tímabil.


Arnar er 19 ára gamall vinstri bakvörður en hann gekk til liðs við Blika frá Haukum árið 2021. Hann var á láni hjá Fjölni síðasta sumar.

„Blikar binda vonir við að Arnar Númi muni halda áfram að bæta leik sinn hjá Gróttu í Lengjudeildinni og öðlist reynslu sem muni koma honum og Blikum að notum á næstu misserum," segir í tilkynningu frá Breiðablik.

Arnar lék 20 leiki og skoraði 3 mörk hjá Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar en spilar nú með Gróttu í sömu deild næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner