Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 28. febrúar 2023 23:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Luton vann upp tveggja marka forystu Millwall

Luton og Millwall mættust í mikilvægum leik í Championship deildinni á Englandi í kvöld í baráttunni um umspilssæti.


Liðin voru í 5. og 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig fyrir leik kvöldsins en 3.-6. sætið fer í umspil um síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni.

Millwall var marki yfir í hálfleik og tvöfaldaði forystuna snemma í þeim síðari. Leikmenn Luton gáfust þó ekki upp og aðeins nokkrum mínútum síðar höfðu þeir minnkað muninn.

Luke Berry kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og fimmtán mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmarkið og tryggði Luton stig. Liðin eru því áfram í 5. og 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig eftir 34 umferðir.

Preston og Coventry gerðu markalaust jafntefli í hinum leik kvöldsins.

Luton 2 - 2 Millwall
0-1 Zian Flemming ('4 )
0-2 Tom Bradshaw ('52 )
1-2 Elijah Adebayo ('58 )
2-2 Luke Berry ('87 )

Preston NE 0 - 0 Coventry


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner
banner