Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chante hætt að spila og verður aðstoðarþjálfari Grindavíkur
Chante Sandiford.
Chante Sandiford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chante Sandiford, sem hefur lengi spilað sem markvörður hér á landi, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík. Hún leggur hanskana á hilluna og snýr sér alfarið að þjálfun.

Á síðasta tímabili varði Chante mark Stjörnunnar í Bestu deildinni. Hún spilaði 16 leiki er Stjarnan hafnaði í öðru sæti.

Chante kom fyrst hingað til lands til að spila með Selfossi en hún hefur einnig leikið með Haukum hér á landi.

„Hún hefur metnað fyrir þjálfun og frábært fyrir okkar stelpur að fá hana inní okkar starf. Chante mun einnig sjá um markamannsþjálfun hjá meistaraflokki kvenna og yngri flokkum hjá stúlkum. Jafnframt mun Chante koma inn í þjálfun yngri flokka hjá félaginu og þjálfa 4. og 7. flokk kvenna," segir í tilkynningu Grindavíkur.

„Það er frábært að fá Chanté til félagsins. Hún á að baki frábæran feril sem leikmaður og mun koma sterk inn í þjálfun hjá félaginu. Ég hlakka til samstarfsins og býð Chanté velkomna til félagsins,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs

Grindavík hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner