Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dalvík/Reynir semur aftur við „spænska heimamanninn"
Borja Lopez Laguna.
Borja Lopez Laguna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir hefur endursamið við Spánverjann Borja Lopez Laguna og mun hann koma aftur hingað til lands í sumar til þess að spila fyrir félagið.

Í tilkynningu frá Dalvík/Reyni er Borja lýst sem „spænskum heimamanni" en hann er á leið inn í sitt fimmta tímabil með félaginu.

Hann er búinn að vera lykilmaður í liðinu undanfarin ár og er með 46 mörk í 91 leik

„Við erum gríðarlega ánægðir að halda í okkar mann áfram," segir í tilkynningu frá Dalvík/Reyni.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Dalvíkinga sem ætla sér greinilega stóra hluti í 2. deild í sumar. Félagið samdi um það á dögunum að fá Áka Sölvason frá KA, en hann var markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra er hann spilaði með Völsungi.

Dalvík/Reynir vann sér inn sæti í 2. deild með því að enda í öðru sæti 3. deildar síðasta sumar. Borja var næst markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra með 14 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner