banner
   þri 28. febrúar 2023 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche: Verður ekki hetja alla ævi
Mynd: Getty Images

Sean Dyche stjóri Everton opnaði sig um ofbeldi stuðningsmanna í garð leikmanna og þjálfara.


Graham Potter stjóri Chelsea opnaði sig um morðhótanir sem hann og fjölskyldan hans hefur fengið eftir slakt gengi hjá liðinu að undanförnu.

Dyche segir að það verði að gera eitthvað í málunum en hann hefur sjálfur lent í hinu og þessu en segist ekki hafa lent í nákvæmlega því sem Potter er að ganga í gegnum.

Dyche sagði sögu af því þegar hann var leikmaður Bristol City.

„Ef þú ferð í þetta haldandi að þú verðir hetja allt þitt líf sem stjóri eða leikmaður, það er ekki að fara gerast, sættu þig við það. Mér var rústað af stuðningsmönnum hjá Bristol City," sagði Dyche.

„Það var baulað á mig af 15 þúsund manns sem sögðust vilja fá mig burt og þegar þú ert fyrirliði er það ekki tilvalið. Öll fjölskyldan er á leiknum og þau heyra þetta allt frá fólki sem þekkir þig ekki."


Athugasemdir
banner
banner