Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 28. febrúar 2023 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Man City vann þægilegan sigur - Leicester tapaði gegn Blackburn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Fyrstu leikjunum í 16 liða úrslitum enska bikarsins er lokið. Manchester City komst áfram eftir þægilegan sigur á Bristol City.


Man City komst yfir strax á 7. mínútu þegar Phil Foden setti boltann í netið eftir flottan undirbúning hjá Riyad Mahrez og Kevin de Bruyne.

Manchester liðið var með nokkra yfirburði í fyrri hálfleiknum án þess þó að skapa sér mikið og var þetta því eina markið í þeim fyrri. Foden bætti öðru marki sínu og öðru marki Man City við þegar um það bil stundarfjórðungur var til leiksloka.

Bristol hafði gert sig líklega til að komast inn í leikinn en Foden refsaði. Örfáum mínútum síðar gerði Kevin de Bruyne út um leikinn með skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

Brighton vann Stoke 1-0 með marki frá Evan Ferguson en hann lagði boltann í opið markið eftir sendingu frá Kaoru Mitoma. Fulham vann Leeds í úrvalsdeildarslag þar sem Manor Solomon skoraði í fjórða leiknum í röð.

Leicester er óvænt úr leik eftir tap gegn Blackburn.

Stoke City 0 - 1 Brighton
0-1 Evan Ferguson ('30 )

Leicester City 1 - 2 Blackburn
0-1 Tyrhys Dolan ('33 )
0-2 Sammie Szmodics ('52 )
1-2 Kelechi Iheanacho ('67 )

Fulham 2 - 0 Leeds
1-0 Joao Palhinha ('21 )
2-0 Manor Solomon ('56 )

Bristol City 0 - 3 Manchester City
0-1 Phil Foden ('7 )
0-2 Phil Foden ('74 )
0-3 Kevin De Bruyne ('81 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner