Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. febrúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Eru í hamingjusömu hjónabandi“
Gabriel og William Saliba.
Gabriel og William Saliba.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, blæs á þær kjaftasögur að samband varnarmannana William Saliba og Gabriel sé stirrt. Leikmennirnir rifust í sigrinum gegn Leicester og það skapaði kaftasögur.

Arteta segir á hinn bóginn að allt leiki í lyndi í samskiptum miðvarðaparsins.

„Þeir eru í hamingjusömu hjónabandi, þeir elska að spila með hvor öðrum," segir Arteta.

„Þeir gera vissulega miklar kröfur hvor til annars, sem er jákvætt. Það er allt í góðu lagi."

Arsenal á leik annað kvöld gegn Everton. Arteta ýjaði að því á fréttamannafundi að Thomas Partey verði ekki með í leiknum en hann er að jafna sig eftir meiðsli.

„Hann hefur ekki æft mikið, hann æfir í dag. Hann var frá í nokkrar vikur og þarf að finna taktinn," segir Arteta en Partey lék síðustu mínúturnar í sigrinum gegn Leicester um liðna helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner