Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 28. febrúar 2023 22:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Mourinho sá rautt í tapi gegn botnliðinu - Fyrsti leikur Pogba
Mynd: EPA

Roma tapaði óvænt gegn botnliði deildarinnar í kvöld en Juventus kom til baka í nágrannaslag.


Roma heimsótti Cremonese sem var í botnsætinu fyrir leikinn og ekki búið að vinna leik í deildinni.

Cremonese var 1-0 yfir í hálfleik en strax í upphafi þess síðari missti Jose Mourinho stjórn á skapi sínu og hellti sér yfir fjórða dómarann. Dómari leiksins sendi hann upp í stúku fyrir vikið.

Þar hitti hann aðstoðarmann sinn sem fékk mánaðarbann eftir að hafa verið rekinn af velli í bikarleik liðanna á dögunum. Þetta er þriðja brottvísun Mourinho á tímabilinu.

Leonardo Spinazzola jafnaði metin fyrir Roma en Daniel Ciofani náði í stigin þrjú fyrir Cremonese með marki úr vítaspyrnu. Með sigrinum fór Cremonese úr neðsta sætinu upp í næst neðsta.

Juventus fékk Torino í heimsókn í rosalegum grannaslag. Staðan var 2-2 í hálfleik þar sem Juventus jafnaði tvisvar.

Paul Pogba er að jafna sig af meiðslum og kom inn á í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik síðan hann kom til liðsins frá Manchester United í sumar. Juventus bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og 4-2 því niðurstaðan.

Cremonese 2 - 1 Roma
1-0 Frank Tsadjout ('17 )
1-1 Leonardo Spinazzola ('71 )
2-1 Daniel Ciofani ('83 , víti)

Juventus 4 - 2 Torino
0-1 Yann Karamoh ('2 )
1-1 Juan Cuadrado ('16 )
1-2 Antonio Sanabria ('43 )
2-2 Danilo ('45 )
3-2 Bremer ('71 )
4-2 Adrien Rabiot ('81 )


Athugasemdir
banner