Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Kappakstursbraut undir leikvangi Tottenham
Mynd: Tottenham Hotspur
Tottenham Hotspur tilkynnti í dag samstarfssamning við Formúlu 1 en samningurinn er til fimmtán ára. Byggð verður kappakstursbraut undir heimavelli Tottenham.

Leikvangurinn er þegar notaður undir leiki í ensku úrvalsdeildinni og árlega er þar leikið í NFL-deildinni bandarísku. Þá hafa einnig verið tónleikar, hneifaleikar og ruðningur á vellinum. Nú bætist kappakstur við.

Um verður að ræða lengsta kappakstursbraut undir þaki í London og þar verða bílar sem ganga fyrir rafmagni. Sér braut verður fyrir börn og önnur fyrir fullorðna.

Formúla 1 vonast til þess að áhugi á íþróttinni muni aukast á Bretlandseyjum með samstarfinu við Tottenham.

„Frá því að leikvangurinn var byggður hefur metnaður okkar alltaf verið að sjá hversu langt við getum náð í að búa til upplifun á heimsmælikvarða sem laðar að fólk alls staðar að úr heiminum allt árið um kring. Við höfum verið að fá til okkar stærstu nöfn heims í íþróttum og afþreyingu," segir Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner