Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Klefinn í Madríd vill ekki fá Felix til baka
Joao Felix, leikmaður Atletico.
Joao Felix, leikmaður Atletico.
Mynd: Getty Images
Mynd: Chelsea
Íþróttafréttamaðurinn Miguel Martin Talavera ræddi um stöðu Joao Felix við sjónvarpsstöð AS. Hann segir mikla óvissu um framtíð Felix sem er hjá Chelsea á lánssamningi. Enska félagið hefur ekkert ákvæði um möguleg kaup.

Í þættinum var rætt um mögulega endurkomu Felix til spænsku höfuðborgarinnar en Talavera segir að lítil samskipti séu milli hans og manna í Madríd.

„Það er alveg ljóst að Joao Felix er á leiðinni í eina átt og Atletico Madrid í aðra. Hjá Atletico er venjan að leikmenn haldi því fyrir sig ef þeir eru fúlir en búi ekki til vandræði ef þeir eru á bekknum," segir Talavera.

Hann segir að viðvera Felix sé talin hafa haft neikvæð áhrif á andann í leikmannahópnum hjá Atletico.

„Ofan á það er sífellt verið að fjalla um sambandið milli Joao Felix og Diego Simeone. Felix heldur bara sambandi við tvo leikmenn hjá Atletico Madrid eftir fjögur ár hjá félaginu. Það eru Reinildo sem kom fyrir rúmu ári og Sergio Reguilon sem hann er í nánasta sambandinu við. Það er engin vinátta milli hans og annarra leikmanna."

„Ástæðan er sú að þeir eru pirraðir á honum. Þeir telja að hann hugsi bara um sjálfan sig og sín markmið. Hann hafði neikvæð áhrif á liðið og hópinn."

Talavera segir að Atletico sé orðið betra eftir að Felix fór til Chelsea. Peningarnir munu á endanum ráða framtíð Felix en eins og staðan er núna er talið líklegt að leiðir Atletico og Felix skilji.
Athugasemdir
banner